top of page

Fyrirlesarar

Guðjón H. Hauksson (glærur)

 

Guðjón er þjónustustjóri tölvudeildar Menntaskólans á Akureyri og hefur kennt upplýsingatækni og ýmsar aðrar greinar í tæp 15 ár. Jafnlengi hefur hann verið foreldri og hefur lengi velt fyrir sér heilbrigðri tölvunotkun.



Guðjón hefur haldið fyrirlestra víða um land síðustu þrjú árin bæði fyrir foreldra, kennara og nemendur grunn- og framhaldsskóla þar sem áherslan er á að fólk átti sig betur á ýmsum fylgikvillum tölvu- og fjölmiðlabyltingarinnar síðustu áratugina.

Áskell Örn Kárason (glærur)

 

Áskell Örn sálfræðingur er forstöðumaður barnaverndar á Fjölskyldudeild Akureyrar og framkvæmdastjóri barnaverndarnefndar Eyjafjarðar.



Á málþinginu mun Áskell að fjalla um rétt barna til að njóta einkalífs og rétt þeirra til að vera vernduð en einnig skyldur foreldra og samfélagsins alls til að vernda börnin.  Stundum er því haldið fram að foreldrar megi ekki hitt og þetta vegna þess að það brjóti í bága við einkalíf barnanna.

Bergþóra Þórhallsdóttir (glærur)

 

Bergþóra er aðstoðarskólastjóri Brekkuskóla. Hún er með meistarapróf í stjórnun menntastofnana með áherslu á upplýsingatækni.



Samfélagsbreytingar og þróun á rafrænni tækni er að hafa áhrif á skólastarf með margvíslegum hætti. Samkvæmt nýrri aðalnámsskrá er kennurum ætlað að aðstoða nemendur við að takast á við þessar breytingar.
 

Á málþinginu mun Bergþóra fjalla um þróunarstarf í rafrænu námi í Brekkuskóla.

Eyjólfur Örn Jónsson (glærur)

 

Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur hefur mikið fjallað um netfíkn ungmenna á síðustu árum.

Sérhæfing hans er á sviði hugrænnar atferlismeðferðar sem hefur reynst vel í baráttunni við mismunandi fíknir og aðra sálræna kvilla eins og svefnleysi og átraskanir.

Í fyrirlestri sínum ræðir Eyjólfur Örn um ýmis einkenni netfíknar og áhrif hennar á sjálfsmynd og félagsfærni einstaklingsins. Eyjólfur hefur lengi verið einn af aðalfyrirlesurum SAFT-verkefnisins.

Nánari upplýsingar um Eyjólf Örn er að finna á vefnum persona.is

Alfa Aradóttir

 

 

Alfa Aradóttir er forstöðumaður æskulýðsmála hjá Akureyrarbæ. Hún mun kynna stofnun sérstaks virknihóps sem miðar að því að virkja nemendur á unglingastigi grunnskólanna sem hafa einangrast félagslega m.a. vegna tölvunotkunar. 


Böðvar Nielsen Sigurðarson

 

 

Böðvar stundar nám í Menntaskólanum á Akureyri þar sem hann útskrifast í vor. Á tímabili leit ekki út fyrir það að Böðvar næði þessu markmiði sínu því hann var sokkinn djúpt í heim þar sem ekki var pláss fyrir gömlu vinina, námið eða íþróttirnar.



Böðvar ætlar að segja þessa sögu sína á málþinginu.

Pallborð

Allir fyrirlesarar verða í pallborði að loknum erindum en auk þeirra verða Pétur Maack sálfræðingur og Hafþór Freyr Líndal úr Ungmennaráði SAFT.

bottom of page